Um verkefnið

Alþjóðleg Akademía um Reynslumiðað Nám.

Reynslumiðað nám er öflug og vel þekkt aðferð í fræðslu fyrir fullorðna, sem nýtist í starfi með ólíkum hópum, og hefur hlotið viðurkenningu af fjölda þjálfunar- og fullorðinsfræðslumiðstöðva í Evrópu og um heim allan.  Þessi viðurkenning beinist sérstaklega að eiginleikum reynslumiðaðs náms til að þroska getu og hæfileika nemanda í félagslegum, (þver-) menningarlegum og borgaralegum samskiptum og í frumkvöðlastarfsemi.

Kennarar og leiðbeinendur, sem stýra reynslumiðuðum námsferlum, þurfa umtalsverða faglega þjálfun og þekkingu af fræðasviði reynslumiðaðs náms til að valda hlutverki sínu af öryggi.  Í þátttökulöndum verkefnisins ber enn nokkuð á að aðilar, sem ekki hafa fengið fullnægjandi faglega og fræðilega þjálfun í aðferðum reynslumiðaðs náms, sýsli með þessa námsaðferð.  Þess vegna er brýn þörf fyrir að dýpka þekkingu og reynslu kennara á þessu sviði, með því að auka aðgengi fagfólks að vandaðri  þjálfun og námskeiðum sem kenna eftir aðferðafræði reynslumiðaðs náms.

Í stefnumótun sinni um fullorðinsfræðslu,  „Fullorðinsfræðsla:  Það er aldrei of seint að læra“, hefur Framkvæmdastjórn ESB hvatt til að: „ gæði námsframboðs fyrir fullorðna námsmenn verði tryggð:  Þátttökulöndin verða að sjá til þess að gæði kennara og námsaðferða séu í hæsta gæðaflokki og taki tillit til þarfa fullorðinna námsmanna.“  Gæði fullorðinsfræðslu eru einnig forgangsverkefni Grundtvig styrkjaáætlunar ESB og því tekur þetta verkefni mið af helstu stefnumálum Framkvæmdastjórnar ESB í þessum málaflokki.

Verkefnið „Alþjóðleg Akademía Reynslumiðaðs Náms“ ávarpar þessar skilgreindu þarfir (um fræðslu fyrir  fullorðna námsmenn og forgangsstefnumál Evrópusambandsins) og stefnir að eftirfarandi niðurstöðum eða afurðum af vinnunni í verkefninu:

  • Kennslufræði og vandað þjálfunarefni sem þarf fyrir reynslumiðað nám:  Yfirlit yfir þá aðila sem beita aðferðum reynslumiðaðs náms í þátttökulöndunum, helstu grunnreglur reynslumiðaðs náms og safn vandaðra þjálfunargagna sem henta reynslumiðuðu námi fullorðinna.
  • Leiðir til að nýta og miðla hugmyndum um reynslumiðað nám sem verða til í verkefninu, svo sem:  Heimasíða verkefisins á Netinu, möppur þátttkenda (þ.e. hugmyndir að verkefnum og sjálfstæð verkefnavinna þeirra), kynningar á niðurstöðum verkefnisins á ráðs- og námsstefnum, greinar í viðurkenndum dagblöðum eða öðrum fréttamiðlum um verkefnið, kynningarefni, bæklingar, o.þ.h.

Niðurstöðurnar verða gefnar út á ensku, sem er opinbert tungumál verkefnisins og á tungumálum þátttökulandanna, litháísku, ítölsku, íslensku, þýsku, frönsku og flæmsku.

Helstu áhrif verkefnisins eru talin verða framlag þess til að bæta innihald og aðferðir í fullorðinsfræðslu, með því að bjóða kennurum og leiðbeinendum í fullorðinsfræðslu upp á fagleg og vönduð námskeið um aðferðir reynslumiðaðs náms.